Silfrið rann úr greipum Eyjamanna
29. september, 2012
ÍBV endaði sumarið í þriðja sæti Pepsídeildarinnar en Eyjamenn áttu alla möguleika á að tryggja sér silfrið í dag. Jafntefli hefði dugað til að fá verðlaunapeninginn um hálsinn en ÍBV tapaði 2:1 fyrir Fram á Laugardalsvelli, eftir að hafa verið 0:1 yfir í hálfleik. Eyjamenn enda því í þriðja sæti Íslandsmótsins, þriðja árið í röð en Breiðablik, sem lagði Stjörnuna að velli í dag, skaust upp fyrir ÍBV og tryggði sér um leið sæti í Evrópukeppninni. ÍBV hafði þegar gert það fyrir lokaumferðina.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst