Sjálfstæðisflokkur með 62,2% fylgi
3. febrúar, 2014
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur stórsigur og Vestmannaeyjalistinn geldur afhroð í sveitarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Könnunin var gerð dagana 15. til 23. janúar.
Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Sjálfstæðisflokkurinn fær 62,2% fylgi í könnuninni og bætir við sig tveimur bæjarfulltrúum, fengi sex af sjö bæjarfulltrúum í stað fjögurra fulltrúa sem hann hefur nú. Vestmannaeyjalistinn fær 19,5% fylgi og einn mann kjörinn í stað þriggja núna.
Aðrir flokkar sem komast á blað án þess að fá mann kjörinn eru Píratar og Framsóknarflokkurinn með 6,5% fylgi hvor og Björt framtíð með 4,3% fylgi. Tveir þeir síðastnefndu hyggjast nú ganga til liðs við framboð Vestmannaeyjalistans.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst