Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum virðir úrskurð kjörnefndar og mun ekki áfrýja málinu til Dómsmálaráðuneytisins. Óumdeilt er að utankjörfundaratkvæðin bárust í hendur kjörnefndarfulltrúa fyrir kl. 22:00 um 20 metrum fyrir utan kjörstað. Þau eru dæmd ógild þar sem þau voru ekki komin inn í hús fyrr en 10-20 sekúndum síðar, ekki var búið að læsa hurðinni á kjörstað. Það er bagalegt að vilji kjósandans nái ekki fram að ganga og ljóst að eðlilegt var að láta reyna á rétt kjósandans til að ná sínu fram enda lá ljóst fyrir að atkvæðin voru að koma alla leið frá höfuðborginni við erfiðar aðstæður.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst