Sjávarútvegur er burðarás landsbyggðar
23. nóvember, 2024
sjonum_DSC_7447_min
Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ráðist í verulegar fjárfestingar á undanförnum árum. Þau hafa fjárfest í nýjum skipum og búnaði um borð, í húsnæði og hátæknibúnaði fyrir vinnslu, í nýsköpun og vöruþróun, í dreifileiðum og markaðssetningu. Allar þessar fjárfestingar eru nauðsynlegar og hafa verið ráðandi þáttur í að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar, stuðlað að aukinni verðmætasköpun, dregið úr kolefnisfótspori, treyst áframhaldandi atvinnu hér á landi og stuðlað að auknum tekjum hins opinbera af sjávarútvegi. Það er því óhætt að segja að sjávarútvegsfyrirtækin hafi nýtt góða afkomu undanfarinna ára vel, segir í Radarnum, fréttabréfi SFS.

Öflug sjávarútvegsfyrirtæki í hverjum landshluta

Þessar fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja eru þjóðhagslega mikilvægar enda er sjávarútvegur ein meginstoð efnahagslegrar hagsældar á Íslandi. Þær eru þó ekki síður mikilvægar út frá byggðasjónarmiði enda er sjávarútvegur ein fárra atvinnugreina sem er umfangsmeiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Öflug sjávarútvegsfyrirtæki er að finna á hverjum einasta landshluta hér á landi. Og í raun er engin atvinnugrein með jafnari dreifingu atvinnutekna um landið en sjávarútvegur.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig atvinnutekjur í sjávarútvegi, það er í veiðum og vinnslu, dreifast um landið á fyrstu níu mánuðum hvers árs á nokkurra ára tímabili. Þar má sjá að um 80% af atvinnutekjum í sjávarútvegi koma í hlut einstaklinga sem búa á landsbyggðinni en það hlutfall hefur verið á svipuðu róli eins langt aftur og tölur Hagstofunnar ná (frá 2008).

 

Loðnuleysi hefur áhrif

Ótal ástæður geta legið að baki landfræðilegri dreifingu atvinnutekna einstaklinga af sjávarútvegi. Að sama skapi eru ótal ástæður fyrir því að atvinnutekjur í sjávarútvegi aukast í einum landshluta á sama tíma og þær dragast saman í öðrum. Til að mynda eru aflabrögð og afurðaverð mun sveiflukenndari á uppsjávarfiski en botnfiski. Í þessu sambandi er nærtækt að nefna áhrif loðnubrests á atvinnutekjur í ár. Stærsti hluti uppsjávargeirans er á Austurlandi, Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Þar skiptir nálægð við fiskimið meira máli en nálægð við markaði.

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa atvinnutekjur í sjávarútvegi á landinu öllu skroppið saman um tæp 9% frá sama tímabili í fyrra.  Af einstaka landshlutum hefur samdráttur verið mestur á Austurlandi (21%) og svo á Suðurlandi (19%). Þar af hafa atvinnutekjur af sjávarútvegi í Fjarðarbyggð skroppið saman um 25%, í Vestmannaeyjum um 28% og í sveitarfélaginu Höfn í Hornafirði um 17%.

Af þessu má sjá að loðnubrestur leiðir ekki einungis til tekjumissis fyrir fyrirtækin heldur einnig starfsfólk þess. Áhrifin eru jafnframt mun víðtækari í þessum samfélögum. Hér er nærtækt að nefna að þau áhrif sem þetta hefur á fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn og á fjárhagsstöðu sveitarfélaga til dæmis útsvar. Það er ljóst að annað loðnulaust ár í röð, sem nú virðist vera yfirvofandi, yrði þungt högg fyrir samfélögin, en það yrði jafnframt hið fjórða frá árinu 2019.

 

Aukin áhersla á ferskfiskvinnslu hefur áhrif

Veiðar og vinnsla á botnfiski eru mun dreifðari um landið en á uppsjávarfiski. Sú aukna áhersla sem fyrirtækin hafa lagt á ferskfiskvinnslu undanfarin ár hefur talsverð áhrif á hvernig atvinnutekjur í sjávarútvegi, þá einkum í vinnslu, dreifast um landið. Sú áhersla er fyrst og fremst drifin áfram af því að hámarka verðmæti úr takmörkuðum afla, en í þeim efnum skiptir nálægðin við markaði og neytendur sífellt meira máli. Samgöngur og nálægð við flutningsleiðir gerir Suðvesturhornið að ákjósanlegum stað fyrir botnfiskvinnslu. Keflavíkurflugvöllur hefur gert Suðurnes að fýsilegum kosti fyrir vinnslu á botnfiski og skýrir að svæðið hefur verið stærst þegar kemur að atvinnutekjum í vinnslu. Suðurnes er jafnframt eini landshlutinn þar sem heildaratvinnutekjur í vinnslu hafa verið umfram tekjur í veiðum.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá að hvernig atvinnutekjur í veiðum og vinnslu og svo samanlagðar tekjur greinanna tveggja dreifðust um landið á árunum 2018 til 2022. Ástæða þess að nýrri gögn eru ekki notuð er sú að Hagstofan hefur ekki birt niðurbrot atvinnutekna í veiðum og vinnslu frá því í apríl í fyrra. Þessar tölur gefa þó ágæta mynd af dreifingu atvinnutekna í veiðum og vinnslu um landið.  Þar má sjá stærsti hluti atvinnutekna i fiskveiðum kemur í hlut einstaklinga sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Það má meðal annars rekja til þess að sjómenn eru síður bundnir af því að búa í nálægð við útgerðastað. Þar má jafnframt sjá að stærsti hluti atvinnutekna í vinnslu hefur verið á Suðurnesjum, en þar er vægi veiða öllu minna. Það væri þó áhugavert að sjá þessa sundurliðun nær í tíma og þá sér í lagi vegna þeirra áhrifa sem jarðhræringar hafa haft á atvinnustarfsemi í Grindavík. Eins og sjá má á myndinni á undan, þá hafa atvinnutekjur af sjávarútvegi í heild dregist saman um 12% á milli ára á Suðurnesjum. Það má einkum rekja til Grindavíkur, þar sem atvinnutekjur af sjávarútvegi hafa dregist saman um 29%.

 

Samkeppnishæfni sjávarútvegs er landsbyggðarmál

Að endingu er áhugavert að líta á hvernig greiðsla veiðigjaldsins dreifist eftir landshlutum og bera saman við hvernig atvinnutekjur af sjávarútvegi dreifast um landið á sama tíma. Tekið er mið af heildargreiðslum fyrirtækja í veiðigjald á árunum 2019 til 2023 og atvinnutekjum í sjávarútvegi á sama tímabili. Það kemur vafalaust fáum á óvart að dreifingin sé keimlík. Langstærsti hluti fjárhæðar veiðigjalds er greidd af fyrirtækjum á landsbyggðinni, eða sem nemur um 82% sé tekið mið af  þessu tímabili.

Nú í aðdraganda þingkosninga hafa stigið fram frambjóðendur sem vilja jafnvel tvöfalda veiðigjaldið, en það er nú 33% af hagnaði fiskveiða. Það gefur auga leið að slík hækkun, kæmi hún til framkvæmda, myndi leggjast mun þyngra á landsbyggðina en á höfuðborgarsvæðið, þar sem flestir búa.  Sé það eitt markmiða við stjórnun fiskveiða að treysta byggð í landinu, þá má telja að svo verulega auknar skattbyrðar landsbyggðar gangi gegn því markmiði.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst