Sjö mánaða gamalt bros tók sig upp

„Nú liggur vel á mannskapnum. Við erum að landa úr Kap í þriðja sinn frá því makrílvertíðin hófst og  Huginn er væntanlegur til löndunar í annað sinn.

Mjög fínn og fallegur fiskur sem berst okkur.

Þegar svona gengur tekur sig upp sjö mánaða gamalt bros eða frá því við vorum í síldarvinnslu í fyrra!“ segir Benóný Þórisson framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar.

Kap kom sem sagt til hafnar á þjóðhátíð Íslendinga með 415 tonn af makríl og þá þegar var farið að landa aflanum og vinna hann.

Huginn var kominn með 300 tonn í morgun og kemur til löndunar í kvöld.

 

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.