Karlmaður var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að misnota þrjár stúlkur í Vestmannaeyjum og taka myndir af brotum sínum gegn þeim. Þá fundust í fórum mannsins rúmlega átta þúsund ljósmyndir og yfir sex hundruð hreyfimyndir sem m.a. sýna börn á kynferðis og klámfenginn hátt. Maðurinn var dæmdur til að greiða einni stúlkunni þrjár milljónir króna, annarri 800 þúsund krónur og þeirri þriðju 400 þúsund krónur, eða samtals 4,2 milljónir króna.