�?að verður mikið um dýrðir í dag líkt og síðustu ár. Dagurinn byrjar með Kvennahlaupi ÍSÍ klukkan 11.00 og dorveiðikeppni Sjóve og Jötuns hefst á sama tíma á Nausthamarsbryggju. Klukkan 12.00 mun Eyjaflotinn þeyta skipsflautum. Skemmtidagskrá hefst svo á Vigtartorgi klukkan 13.00 þar sem að séra �?rsúla Árnadóttir mun byrja á því að blessa daginn. Kappróðurinn, koddaslagurinn, sjómannaþraut og karalokahlaupið verður svo á sínum stað. Halli Geir, tvöfaldur heimsmeistari í sjómanni skorar á gesti og gangandi í sjómann. Ribsafari mun svo bjóða upp á ódýrar ferðir og björgó verður með opið í klifurvegginn. Hoppukastlar og Leikfélag Vestmannaeyja verða á staðnum. Mótorhjólaklúbburinn Drullusokkarnir bjóða svo upp á glæsilega sýningu á hjólum sínum í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins á Skipasandi.
Klukkan 16.00 tekur ÍBV á móti KR á Hásteinsvelli og við hvetjum að sjálfsögðu alla til þess að mæta á völlinn og styðja okkar menn. Væri gaman að mynda alvöru sjómannadagsstemmningu á leiknum. Klukkan 19.30 hefst svo glæsileg hátíðardagskrá í Höllinni þar sem að Einsi Kaldi mun sjá um veitingarnar og landslið skemmtikrafa mun halda uppi fjörinni langt fram eftir nóttu.