– Georg Eiður Arnarson skrifar:
Smá hugleiðing í tilefni sjómannadagshelgarinnar, en í flestu því efni sem gefið er út núna fyrir sjómannadaginn eru gamlar myndir af höfninni frá þeim tíma þegar hún var smekk full af bátum sem lágu í röðum utan á hvor öðrum, en á þessu eru einmitt ákveðin tímamót núna, því að þó að allur flotinn sem á kennitölu í Vestmannaeyjum í dag, væri í höfn þá gætu öll skipin fengið stæði við bryggju og samt þyrfti ekki að setja skip við gámabryggjurnar. Ekki kannski rosalega jákvætt en hvers vegna er þetta svona?
Fyrir okkur sem erum eldri og þekkjum sögu kvótakerfisins sem sett var á 1984 og er því 40 ára gamalt á næsta ári, þá munum við ennþá loforð fiskifræðinganna frá því 1984 um það, að ef farið væri eftir tillögum Hafró næst 3 árin þar á eftir þá myndi það skila af sér jafnstöðu afla á árunum eftir á þorski, upp á 400 þúsund tonn, en núna, tæplega 40 árum síðar, vitum við að þetta tókst aldrei og til hvers í ósköpunum ættum við þá að halda áfram með kvótakerfi sem aldrei hefur skilað því, sem það átti að skila?
Svarið er nú svo sem nokkuð augljóst, verð á varanlegum aflaheimildum á þorski í dag eru komnar yfir 5 milljónir tonnið og hagsmunaaðilar munu því gera allt til þess að verja kerfið, alveg sama hvað.
Svolítið sérstakt að hugsa til þess að einn af höfundum kvótakerfisins á sínum tíma, Halldór heitinn Ásgrímsson, sagði fyrir mörgum árum síðan, þegar varanlegur þorskkvóti fór upp í 1,4 milljónir tonnið, að hann hefði nú aldrei trúað því að verð á aflaheimildum gæti farið þetta hátt.
Um svipað leyti sögði fjármálaspekingar að það væri algjörlega óraunverulegt að menn væru að kaupa aflaheimildir á slíku verði og ekki möguleiki að láta dæmið ganga upp, en síðan eru liðin nokkur ár.
Reyndar er merkilegt að í sögulegu samhengi held ég að flestir sem stunda sjóinn í dag, geri sér grein fyrir því að aldrei nokkrun tímann, síðan kvótakerfið var tekið upp, hefur verið annað eins magn af fiski á miðunum í kring um landið okkar og æti út um allt, en spurning hvort að Hafró sé ekki bara fyrir löngu síðan búið að missa kjarkinn til þess að leggja til verulega auknar veiðar í t.d. þorsk og ýsu, en svo eru aftur þeir sem telja að Hafró hafi nú ekki einu sinni leyfi til þess. Málið verður ennþá flóknara, þegar haft er í huga að núverandi sjávarútvegsráðherra veit því miður minna en ekkert um Íslenskan sjávarútveg. Reyndar er líka svolítið forvitnilegt að skoða, hvar fiskurinn sem kemur á land hér í Eyjum er unninn. Eyjarnar setja allt í gáma, mest upp á land en stundum eitthvað út. Ísfélagsbátarnir setja oftast ýsuna inn á fiskmarkað, taka yfirleitt þorskinn upp í hús og senda svo karfann út. Vinnslustöðin gerir þetta svipað en með þeirri undantekningu með því að kaupa sig inn í þessa fiskvinnslu í Hafnarfirði, þangað sem þeir senda alla ýsuna, sem aftur þýðir það að sennilega muni þá öll ýsan af Þórunni Sveins fara þangað líka og maður spyr sig svolítið hvað varð um Böddabita t.d. en mín reynsla er sú, að í flestum tilvikum þar sem fiskur er seldur eða fluttur til fyrirtækja á suðvestur horninu þá er það oftast til þess að vinna hann í svokallaðan flugfisk. En það merkilega við þessa samantekt er að sennilega er aðeins um helmingurinn að þeim fiski sem landaður er hér í Eyjum, unnin hér í Eyjum. En þetta myndi að sjálfsögðu að einhverju leiti breytast ef við værum komin með göng.
Strandveiðar
Í fyrsta skipti í minni útgerðarsögu ákvað ég að reyna fyrir mér á strandveiðum. Tíðin hefur reyndar verið mjög erfið núna í maí en maður hefur nú samt svolítið gaman af þessu.
Mikil umræða hefur skapast um hugsanlegar breytingar á strandveiðikerfinu og mjög óljóst í dag hvernig verður, en ég hefði viljað sjá strandveiðar þróast áfram og hefði viljað sjá þær byrja strax 1. mars og vera út október og þannig gera mönnum mögulegt, að geta kannski lifað á þessu á ársgrundvelli. Vandamálið er að sjálfsögðu kvótinn, en að mínu mati ætti þær aflaheimildir sem fara til strandveiða einfaldlega að vera utan við úthlutaðar aflaheimildir, bæði eru veiðarnar gríðarlega vistvænar, en síðan vitum við að svigrúmið á Íslands miðum er bara miklu meira heldur en þarf til þess að tryggja þessar strandveiðar.
Við trillukarlar í Vestmannaeyjum urðum fyrir miklum missi á þessu ári. Fyrst fór hann Fúsi okkar á Byr í byrjun árs og síðan hið hörmulega slys á Óla Már núna í vor, en það var hluti af morgunrúntinum hjá mér, bæði hjá höfninni og sem trillukarl að hitta og heilsa Óla Már. Mér varð einnig hugsað til hans í síðasta róðri núna á fimmtudaginn, þar sem ég endaði róðurinn á einum af hans uppáhalds veiðistöðum, Hólnum í Háadýpinu, en þeir félagar eru núna komnir á hin eilífu mið þar sem alltaf er blíða.
Mig langar að enda þennan pistil á að senda aðstandendum þeirra beggja innilegar samúðarkveðjur.
Óska sjómönnum og útgerðarmönnum gleðilegs sjómannadags.
Georg Eiður Arnarson
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst