Dagskráin hefst klukkan 13 með kappróðri. Í kjölfarið getur fólk tekið þátt í koddaslag, reiptogi og fleiri leikjum og keppnum. Um kvöldið efnir Knattspyrnufélagið �?gir til sjómannadansleiks í Versölum, Ráðhúsi �?lfuss. Á sjálfan Sjómannadaginn, 3. júní hefst dagurinn með Sjómannadagsmessa í �?orlákskirkju kl. 11. Ræðumaður í messu verður �?orlákshafnarbúinn Karl Sigmar Karlsson.
Eftir hádegi verður framhald af dagskrá við höfnina, en þá munu útvegsbændur í �?orlákshöfn bjóða upp á stutta skemmtisiglingu. Lagt verður af stað frá Svartaskersbryggju klukkan 13. Seinna um daginn verður svo kaffihlaðborð í Ráðhúsinu, en þar verður einnig boðið upp á hátíðardagskrá þegar menningarnefnd afhendir menningarverðlaun �?lfuss 2007. �?etta er í annað skipti sem nefndin afhendir menningarverðlaun, en þau voru í fyrsta skipti veitt fyrir tveimur árum Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara.
Dagskráin hefst klukkan 15:30 í Versölum með tónlistarflutningi, en það eru þau Bryndís Erlingsdóttir söngkona, Stefán �?orleifsson, píanóleikari og Róbert Dan Bergmundsson á bassa, sem flytja nokkur lög. Í kjölfarið afhendir formaður menningarnefndar verðlaunin. Á meðan á kaffihlaðborði stendur, skipuleggur björgunarsveitin ratleik og þrautir fyrir börnin í skrúðgarðinum
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst