Grunnskóli Vestmannaeyja fékk svo sannarlega góðan liðsauka í morgun þegar fjórir vaskir sjómenn mættu í skólann og hlustuðu á alla nemendur í 4. bekk lesa. Á eftir var síðan kvittað í lestrarhestinn eins og hefð er fyrir. Flott framtak og verður spennandi að sjá hvort fleiri sjómenn láti gott af sér leiða í verkfallinu sem nú hefur staðið yfir síðan í desember.