Það var mikið sjónarspil sem beið þeirra sem fylgdust með gosinu frá Heimaey í gær. Þrumur og eldingar í bland við gríðarlegan gosmökkinn skapaði tilkomumikla sjón sem fjölmargir fylgdust með. Óskar Pétur Friðriksson myndaði það sem fyrir augu bar eins og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni.