Árlegt Volcano skákmót, á vegum Skákfélags Vestmannaeyja, fer fram á Gamlársdag kl. 13:00 á veitingastaðnum Volcano við Strandveg. Allir hjartanlega velkomnir. Mótið verður á léttu nótunum og verða tefldar 5 mínútna skákir, 7, 9 eða 11 umferðir eftir þátttöku.