Skráning keppenda á Skákþing Vestmannaeyja 2025 er hafin en mótið hefst sunnudaginn 2. febrúar nk. Mótið er fram í skákheimili TV að Heiðarvegi 9 og verður teflt á sunnudögum kl. 13.00 og fimmtudögum kl. 19.30. Umhugsunartími á keppenda á skák verður 60 mínútur + 30 sek. á hvern leik. Er þetta sömu tímamörk og undanfarin ár og gefur mótið rétt til alþjóðlegra skákstiga. Ef fresta þarf skákum vegna forfalla verða þær skákir á öðrum tíma . Skákstjóri verður Sæmundur Einarsson og mun hann veita upplýsingar í síma 611-2284 eða á netfanginu saemi.einars@gmail.com.
Skráningu keppenda lýkur sunnudaginn 26. janúar og verður þá dregið um töfluröð. Undanfarin ár hafa keppendur á Skákþinginu verið 10-12 talsins og tefla allir við alla. Skákþingið mun standa út febrúar 2025. Núverandi Skákmeistari Vestmannaeyja er Benedikt Baldursson og mun hann verja titil sinn.
Að öðru á vettvangi TV er það að frétta að undirbúningur skákkennslu ungmenna í húsnæði TV við Heiðarveg er í fullum gangi. Karl Gauti Hjaltason, fyrrv. lögreglustjóri í Eyjum og form. TV annaðist skákkennsluna að mestu síðasta haust, en tekur nú sæti á Alþingi í byrjun febrúar nk. sem einn af þingönnum Suðurkjördæmis. Unnið er að því að fá annan skákkennara og hefja kennsluna á ný sem fyrst.
Þá er framundan 27. febrúar til 2. mars nk. seinnihluti Íslandsmót skákfélaga 2024-2025 – en TV er með þrjár sveitir á mótinu Átta manna skáksveit í úrvalsdeild, aðra sex manna sveit í 3ju deild og loks sex manna sveit fjórðu deild. Alls koma um 30 keppendur við sögu á mótinu allt félagar í TV. Í úrvalsflokki tefla nokkrir alþjóðlegir skákmeistarar sem hafa gengið til liðs við TV á allra síðustu árum, þsr af tveir danskir skákmeistarar. Engu að síður verður þetta þungur róður í keppni við öfluga alþjóðlega skákmeistara innlenda og erlenda í hinum fimm sveitunum í efstu deild. . Í 3. og 4. deild eru keppendur TV ýmist búsettir í Eyjum eða uppi á landi, segir í tilkynningu frá TV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst