Skátastúlkur á Jamboree – alþjóðamóti skáta 1957 og 2019

Í tilefni af 100 ára afmæli kvenskátahreyfingarinnar á Íslandi verður dagskrá í Safnahúsi tileinkuð skátastarfi. Boðið verður upp á súpu og brauð og félagar úr skátafélaginu Faxa taka nokkur skátalög.

Sigrún Þorsteinsdóttir og dótturdóttir hennar, Eva Sigurðardóttir, sem eiga það sameiginlegt að hafa tekið þátt í alþjóðamóti skáta með 62 ára millibili segja frá ferðum sínum og upplifunum í máli og myndum.

Ungir skátar segja frá skátastarfinu í dag og næsta alþjóðamóti skáta sem haldið verður árið 2023. Einnig fer fram skátavígsla á vegum skátafélagsins Faxa. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.