Skemmdarverk í vikunni sem leið
13. júlí, 2015
Vikan var með rólegra móti hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en þó alltaf eitthvað um að vera.
Aðfaranótt sunnudagsins 5. júlí s.l. var brotin afturrúða í bifreið Krónunnar þar sem hún var staðsett á bifreiðastæðinu aftan við verslunina. Á þessari stundu er ekki vitað hver var þarna að verki. �?eir sem kunna að búa yfir einhverjum upplýsingum um málið eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum.
Einnig voru unnin skemmdarverk á öspum á Bárustíg. Allar upplýsingar varðandi það eru vel þegnar.
Af umferðinni er það að frétta að einn ökumaður var stöðvaður grunarður um akstur undir áhrifum fíkniefna. �?á voru 2 ökumenn kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn og 1 fyrir að vera ekki með ökuskírteini meðferðis.
Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en við leit lögreglu á heimili í bænum fundust ætluð fíkniefni til einkanota. Málið telst upplýst.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst