Skemmtilegar sögur
14. júní, 2007

�?að er gott verk hjá Sigurgeiri að taka þetta saman og setja á prent. Við margar sögur kannast maður en sumt hefur maður ekki heyrt áður. Fyrst og fremst er þessi bók skemmtileg fyrir Eyjamenn en þó held ég að allir geti haft gaman að sögunum.
Sigurgeir sjálfur er með skemmtilegri mönnum og segir skemmtilega frá. �?að var gaman að vinna með honum á sínum tíma að útgáfu Fylkis málgagns Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Blaðið kom þá út vikulega,þannig að það var nóg að gera að sjá um að fylla blaðið af efni og auglýsingum. Á þessum árum var Sigurgeir eðal Sjálfstæðismaður þótt mörgum eldri íhaldsmönnunum hafi nú oft á tíðum þótt að við yngri mennirnir værum allt of mikið til vinstri.Skrif okkar bentu til þess sögðu þeir. Sumir hverjir héldu jafnvel að við værum laumu kommar.
Við lestur bókarinnar kemst maður líka að því hvað við Vestmannaeyingar upp til hópa erum skemmtilegt fólk.

Sigurður Jónsson, Eyjamaður og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst