Skólaslitaræða Helgu Kristínar Kolbeins, skólameistara FÍV: Markmið um faglega starfshætti og stöðugar umbætur
29. desember, 2016
�??Skólastarfið á þessari önn hefur verið öflugt og við leitum sífellt leiða til að bæta starfið, gera það fjölbreyttara og enn skilvirkara,�?? sagði Helga Kristín Kolbeins í skólaslitaræðu sinni og vísaði þar til þess sem kom fram í máli Björgvins aðstoðarskólameistara um betri árangur nemenda. �??Við erum að uppskera mikið, brottfallið komið undir 5% og ekki nóg með það heldur hefur fall í áföngum minnkað enn meira á milli anna. Í haust þá hafa farið fram kannanir á meðal nemenda skólans á líðan þeirra, brottfallsathugun auk hefðbundins áfangamats, þar sem nemendur meta kennsluna í þeim áföngum sem þeir stunda. Við byrjuðum að skima fyrir brottfalli í fyrra, niðurstöðurnar nýtast okkur til að móta aðgerðir til að minnka brottfallið,�?? sagði Helga Kristín.
�?arna segir hún að allir hafi lagst á eitt og af því sjáist árangur. �??Áfangamat er notað til að meta kennsluna og þar kemur fram að meirihluta nemenda finnst kennslustundirnar áhugaverðar og vel skipulagðar. �?eir eru hvattir af kennurum sínum til að að tjá sig og koma skoðunum sínum á framfæri. �?eir nýta kennslustundirnar vel og læra að bera sjálfir ábyrgð á eigin lærdómi.�??
Kennarar vilja vera eigin nemendur
Kennarar voru spurðir: Myndir þú vilja vera nemandi hjá sjálfum þér? �?eir svöruðu allir játandi. �??Við nýtum þessar niðurstöður til að meta hvað gera megi betur og hvað megi bæta. Markmið og tilgangur okkar með að hlusta á raddir nemenda er að vinna með þeim og fá þá til að vinna með okkur. �?að er ekki það sama og láta allt eftir þeim eða leyfa þeim að hafa námið bara eins og þeim sýnist, lýðræði snýst ekki um það.
Miklu frekar erum við að kenna nemendum okkar að bera ábyrgð á námi sínu og um leið að bera virðingu fyrir því sem þeir eru að gera.
�?ið hafið líklega tekið eftir því að skólinn er búinn að vera uppljómaður og bílastæðið fullt öll kvöld og helgar um leið og kennslu lauk nú fyrir útskrift.
�?að voru nemendur sem voru að læra og er það er í samræmi við niðurstöður áfangamatsins, þeir bera ábyrgð á eigin lærdómi og sýndu það sannarlega í verki.�??
Hlutverk skólans og framtíðarsýn
Í byrjun desember var skilað inn stefnumótun fyrir Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins til þriggja ára. Um hana sagði Helga: �??�?ar segjum við og stöndum við að hlutverk skólans og framtíðarsýn er að nemendur skólans eigi að námi loknu að vera virkir og ábyrgir borgarar svo þeir geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Að auki skulu þeir vera vel undirbúnir fyrir háskólanám og til þátttöku í atvinnulífinu.
Að skólinn bjóði upp á fjölbreytt og gott nám sem mæti kröfum nemenda og nærsamfélagsins á hverjum tíma. Enn fremur á árangursríkt og fjölbreytt skólastarf þar sem áhersla er lögð á fagþekkingu, sköpunarhæfni og metnaðarfullt þróunarstarf.
Við setjum okkur markmið og það fyrsta og mikilvægasta er að minnka brottfall nemenda úr námi um 10%. �?annig ná fleiri nemendur að ljúka prófum úr skólanum á tilskyldum tíma.
Við setjum okkur einnig markmið um eflingu bók- og verknáms.
Stór liður í því er að endurnýja tækjabúnað verknámsins. Við höfum þegar lagt drög að því að fá CNC rennibekk, sem er tölvustýrður rennibekkur og í framhaldinu ætlum við einnig að fá CNC fræsara og ætlum að reyna að halda áfram að bjóða upp á ný framúrskarandi kennslutæki til iðnnáms.
Við erum komin með kennslueldhús á fyrstu hæðina fyrir starfsbrautarnemendur þar sem voru bakaðar smákökur núna fyrir jólin. �?að er hluti af því að byggja þau upp fyrir áskoranir daglegs lífs í framtíðinni.
Við setjum okkur það markmið að í skólanum séu starfhættir faglegir og þar séu stöðugar umbætur.
Til að ná því markmiði ætlum við m.a. að vinna í að efla enn frekar fagvitund kennara með innleiðingu á mati á gæðum kennslunnar, að kennarar setji sér sameiginleg markmið sem miða að því að bæta kennsluna, setja fram aðgerðir og meti vikulega hvernig gengur,�?? sagði Helga Kristín.
Góður skóli fyrir
alla nemendur
Hún sagði þau alltaf hafa sagt vitað að FÍV er góður skóli fyrir alla nemendur og við það vilja þau standa. �??Við ætlumst að sjálfsögðu til þess að nemendur leggi sig fram. Við horfum ekki á einkunnir, stétt eða stöðu þegar við tökum nemendur inn í skólann og við viljum geta boðið nemendum okkar upp á fjölbreytileika, því það er það sem bíður nemenda okkar í framtíðinni.
Fjölbreytileikinn er einmitt það sem margir okkar nemenda nefna sem einn af helstu kostum skólans. Sú hæfni sem nemendur okkar fá við að takast á við breytingar og að kynnast ólíku fólki sem stefnir í fjölbreyttar áttir, er veganesti sem styrkir þá til framtíðar.�??
�?á fór hún yfir skólastarfið, það að vera í skóla og samstarfið við útskiftarnemana 22 sem ljúka námi af fjórum námsbrautum en hafa sameiginlegan kjarna. �??Námið er mislangt og hefur það tekið nemendurna mislangan tíma að ljúka því. Við erum öll stolt af nemendunum sem voru hérna uppi á sviði, glæsilegir fullorðnir einstaklingar með útskriftarhúfu á höfði og skírteini í hönd.
Skólaárin í framhaldsskóla eru mótunarár þar sem lagður er grunnur að því sem koma skal. Menntun ungs fólks þarf að vera þannig að það geti nýtt öll þau tækifæri er framtíðin ber í skauti sér.
�?eir nemendur sem við höfum útskrifað í dag standa nú á tímamótum, tveir geta hafið þegar störf í þeirri starfsgrein sem þeir hafa menntað sig til og þeir sem ljúka stúdentsprófi geta hafið nám í háskólum hér á Íslandi eða þá í útlöndum, þar eru margar leiðir opnar.
Sjávarútvegur kallar
á meiri menntun
Við búum í bæ er byggir afkomu sína á sjávarútvegi. Og þó að það séu erfiðir tímar nú, verkföll og atvinnuleysi landverkafólks þá er sjávarútvegurinn sú atvinnugrein sem við byggjum á alla okkar afkomu.
Til að skapa aukin verðmæti úr minni fiskafla þá þarf nýjar hugmyndir, nýjar lausnir og frjótt og hugmyndaríkt fólk með menntun við hæfi.
Menntun í sjávarútvegi hefur í hugum okkar mótast af hugmyndinni um skipstjórnarnám, vélstjóranám og þess háttar góða menntun. Í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum höfum við verið að byggja upp umhverfi og aðstöðu fyrir skapandi fólk, lausnamiðað umhverfi og frjóa hugsun. Í samfélagi sem lifir og hrærist í sjávarútvegi er þörf fyrir meiri og fjölbreyttara menntað fólk.
Með samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og staðsetningu stafrænnar smiðju innan veggja skólans erum við að leggja grunninn að nemendum sem geta borið með sér frumkvöðlahugsun. Frumkvöðlahugsun sem nýtist m.a. í sjávarútvegstengt nám skólans, hugsun sem mun skapa okkur ný tækifæri í framtíðinni, með meiri verðmætum úr sjávarauðlindinni,�?? sagði Helga og hélt áfram að á sömu braut.
Verðmæti í fiskroðinu
�??Með minnkandi fiskafla er algjör nauðsyn að nýta betur það sem kemur úr sjónum og auka verðmæti sjávarfangsins. �?ar þurfum við að horfa yfir víðara svið en áður hefur verið gert og breyta hugsunarhætti okkar, um hvað er fullvinnsla og sérstaklega hvað er menntun þegar kemur að sjávarútvegi.
Nú er svo komið að fiskroðið á fiskinum er jafnvel orðið verðmætara en fiskholdið. Unnin eru ensím, próteinduft, flíkur, töskur og að ógleymdum plástri til sáralækninga, úr afurðum sem áður fóru í fiskmjöl. Plástur sem seldur er á hundruði þúsunda króna.
Að fullvinna sjávarfang er veruleikinn, ferskur fiskur er fluttur út í flugi og jafnvel tilbúinn í neytendaumbúðum. �?ar hefur menntun komið við sögu, hönnun umbúða krefst grafískrar menntunar, markaðssetning vörunnar krefst viðskiptamenntunar. Líffræðimenntun þarf í ensím- og próteingerð. Eðlisfræðimenntun nýtist í iðnnámið, gæðaeftirlitið og svo mætti lengi telja. Markmið okkar er að mennta fólk til nýrrar hugsunar.
Mennta fólk þannig að það geti nýtt sé öll þau tækifæri sem framtíðin ber í skauti sér. Ef við ætlum að vera tilbúin að mæta nýjum tímum og geta nýtt okkur þá tækni sem er í boði, þarf miklu meira en orðin tóm. Við verðum að láta námið vera í forgangi og gera einstaklingana hæfa til að takast á við störf framtíðarinnar.�??
Fyrirmyndarnemendur
�?egar kom að því að ávarpa útskriftarnema sagði Helga Kristín að hún vildi fyrst og fremst þakka þeim fyrir samstarfið. �??�?ið hafið staðið ykkur vel og verið skólanum til sóma. �?ið hafið mótað nýjar hefðir sem eru komnar til að vera. Kynningin á lokaverkefnunum, dimmisjónin, þið voruð og eruð til fyrirmyndar. Til hamingju með árangurinn ykkar.
�?ótt við höfum verið að verðlauna nokkur af ykkur hér áðan þá eruð þið öll sigurvegarar. �?ið hafið öll náð takmarki ykkar. Mörg ykkar hafa þurft að leggja á sig mikla vinnu, blóð, svita og tár til að ná þessum áfanga en það dugði til, því hér eruð þið nú. Verið afar stolt af árangri ykkar og horfið björtum augum til framtíðar. Verið trú landi ykkar og uppruna og farið vel með tungumálið okkar.
Berið virðingu fyrir fjölskyldu ykkar og vinum og því samferðarfólki sem verður á vegi ykkar í framtíðinni.
Fyrst og fremst berið virðingu og umhyggju fyrir ykkur sjálfum og þeim verkefnum sem þið takið að ykkur í framtíðinni. �?g vona og veit að þið eigið góðar minningar frá tíma ykkar hér í skólanum.
Á framhaldsskólaárum kynnumst við oft á tíðum okkar bestu vinum sem við eigum ævilangt, þótt leiðir skilji á vissan hátt nú við brautskráningu. Viðhaldið vináttunni til hvers annars. �?g minni ykkur á að þið eruð ekki laus við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum þó að þið séuð að útskrifast héðan í dag.
�?ið eruð alla ævi nemendur skólans og skólinn er stoltur af ykkur eins og þið eruð stolt af ykkar skóla. Nú er það ykkar að nota hvert tækifæri til að tala vel um skólann. Fyrir hönd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum þakka ég ykkur samfylgdina og óska ykkur alls góðs, hvert sem leiðir liggja,�?? sagði Helga Kristín sem í lokin óskaði fjölskyldum og vinum útskriftarnemenda innilega til hamingju með áfangann. Kennurum og starfsfólki Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum þakkaði hún samstarfið í vetur og óskaði öllum gleðilegra jóla.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.