Skora á nýjan fjármálaráðherra að afturkalla kröfuna
13. apríl, 2024
Sigurdur_ingi_2024_IMG_4394_min
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Eyjar.net/TMS

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru á dagskrá bæjarstjórnarfundar í vikunni, en þann 5. apríl sl. tók þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ákvörðun um að taka kröfugerð ríkisins á svæði 12 til ítarlegrar endurskoðunar og óskaði eftir því við óbyggðanefnd að hún fresti málsmeðferð. Er þessi ákvörðun tekin í ljósi þess að miklir annmarkar eru á undirbúningi málsins af hálfu ríkisins.

Í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar segir að bæjarstjórn telji jákvætt að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra hafi ákveðið að endurskoða kröfuna í land í Vestmannaeyjum enda miklir vankantar á henni. Óbyggðanefnd hefur fallist á endurskoðunina og veitt frest til 2. september. Bæjarstjórn skorar á nýjan fjármálaráðherra að afturkalla kröfu ríkisins í heild sinni.

https://eyjar.net/framlengja-frest-landeigenda/

Vill fresta málsmeðferð um þjóðlendur á svæði 12

https://eyjar.net/krofunni-haldid-til-streitu/

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst