Opnað verður fyrir skráningar í Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð á morgun, fimmtudaginn 4. júlí, klukkan 12:00. Fyrstir koma, fyrstir fá.
Foreldrar þurfa að eiga Google (gmail) aðgang til þess að skrá börnin sín.
Eldri hópur (2011-2015)
https://forms.gle/3VPyyrwaafEb5Ph56
Yngri hópur (2016 og yngri)
https://forms.gle/ZtphHxEBkWPvXqyM6
Mælst er til þess að lagaval sé miðað við það að hefðbundin hljómsveit geti flutt lögin.
Forráðamenn keppninnar áskila sér rétt til þess að óska eftir öðru lagi sé það ill framkvæmanlegt. Ekki er hægt að breyta lagavali eftir 18. júlí.
Athugið að mæting á æfingu með hljómsveit fimmtudaginn 1. ágúst er skilyrði fyrir þátttöku.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst