�??�?g á von að skrifað verði undir samning um býja Vestmannaeyjaferju á næstu dögum,�?? sagði Andrés �?. Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar sem á sæti í smíðanefnd skipsins þegar haft var samband við hann í gærmorgun. Gangi það eftir ættu ekki að verða miklar tafir á afhendingu.
Samið er við Crist skipasmíðastöðina í Gdynia í Póllandi sem Andrés segir að sé tilbúin að smíða ferju eins og lagt er upp með í smíðagögnum. Er gert ráð fyrir því að skipið verði rúmir 69 metra langt, breiddin 15 metrar og djúpristan 2,8 metrar. �??Nú er skipasmíðastöðin búin að fara yfir allar teikningar og taka út smíðaefnið, ál, stál og vélbúnað, þyngd þeirra og fleira þannig að allt standist. Svo virðist sem allt sé eins og upp var lagt með og bendir því allt til að skrifað verði undir smíðasamning á allra næstu dögum.�??
Í fjáraukalögum 2016 verða 40 milljónir króna vegna útboðsins. �?egar var búið að veita 350 milljónum til undirbúnings á útboðinu. Í fjármálaáætlun ríkisins 2017 til 2021 er gert ráð fyrir allt að 4,8 milljörðum til kaupa á nýrri Vestmannaeyjaferju. �?ar er gert ráð fyrir að smíði hins nýja skips hefjist snemma á þessu ári. �??Allt er þetta í þeim farvegi sem við hefðum viljað þó einhverjar tafir hafi orðið. Helst hefðum við viljað skrifa undir smíðasamning í desember, en gangi allt eftir og skrifað verður undir á næstu dögum gæti ný ferja komið til hafnar í Vestmannaeyjum sumarið 2018,�?? sagði Andrés að endingu.