Skúrað í dagvinnu og skólaritari niður í 50%
4. febrúar, 2015
�??Við stöndum frammi fyrir því þurfa að hagræða og einn liðurinn er að færa ræstingu í dagvinnu.�?? segir Helga Kristín Kolbeins, skólameistari Framhaldsskólans um þá ákvörðun að breyta fyrirkomulagi á ræstingum í skólanum.
Tilkynnt var um breytingarnar í síðustu viku. �??Með breyttri stundatöflu sem nemendur eru mjög ánægðir með er þetta mögulegt. Skólanum lýkur fyrr á daginn. Annars byrjuðum við á hinum endanum í hagræðingu innan skólans. Fækkuðum stjórnendum úr þremur í tvo og líka um einn kennara. Með tilkomu nýrrar tækni fara samskipti nemenda fram á netinu og því getum við hagrætt með því að minnka stöðu skólaritara niður í 50 prósent. Af sömu ástæðu getum við minnkað starfshlutfall á bókasafninu og fyrirkomulag á kaffistofu kennara verður einnig breytt næsta haust.�??
Í dag starfa sex við ræstingar í skólanum. Hvort breytingin þýðir að þeim muni fækka sagðist Helga Kristín ekki geta svarað. �??Breytingin kemur til framkvæmda næsta haust og það á eftir að útfæra hana nákvæmlega. �?að verður að reka Framhaldsskólann innan fjárheimilda og er gert ráð fyrir hagræðingu núna eins og svo oft áður. Við ákvarðanir um hvernig á að hagræða þá eru það ætíð hagsmunir nemendanna sem skipta öllu máli að hagræðingin bitni sem minnst á þeim,�?? sagði Helga Kristín.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst