KFS tapaði í gærkvöldi fyrir einu af neðstu liðum A-riðils 3. deildar, KB og óhætt að segja að úrslitin hafi komið á óvart. Enda voru Eyjamenn lengst af mun betri, virkuðu sterkari aðilinn en þrátt fyrir það komust gestirnir yfir á 38. mínútu og var það eina mark hálfleiksins. Gestirnir bættu svo við þremur mörkum gegn aðeins tveimur heimamanna og lokatölur því 2:4 KB í vil.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst