Hinn rómaði sléttusöngur verður sunginn á sléttunni við Gesthús á Selfossi laugardaginn 11. ágúst. Áætlað er að hann hefjist kl. 21:00. Kveiktur verður varðeldur og flugeldasýning haldin þegar skyggja tekur og verður hún í höndum Björgunarfélags Árborgar. Fólk er hvatt til að fjölmenna með hljóðfæri sín og söngbækur og taka vel undir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst