Sló lögreglumann í andlitið
13. júlí, 2010
Einn aðili var kærður fyrir ofbeldi gegn lögreglu en sá sló lögreglumann hnefahöggi í andlitið svo á sá. Lögreglan hafði bankað upp á hjá manninum þar sem kvartað hafði verið undan hávaða frá íbúð hans. Maðurinn brást hins vegar illa við heimsókn lögreglunnar og heilsaði að sjómannssið. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá komu einnig upp tvö fíkniefnamál í vikunni, annars vegar fundust fíkniefni um borð í Herjólfi og í hinu tilfellinu var farþegi stöðvaður við komu skipsins til Eyja með lítilræði af fíkniefnum á sér.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst