Slökkvilið kallað að Sjóbúð
31. desember, 2013
Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað að Sjóbúð, við smábátabryggjuna í Vestmannaeyjum en eldur kom upp í húsnæðinu. Húsið er í eigu Björgunarfélags Vestmannaeyja en þar eru geymd hluti tækjabúnaðar félagsins, auk þess sem hluti hússins er notaður til að geyma flugelda. Eldurinn náði hins vegar ekki að magnast upp og slökktu félagar í Björgunarfélaginu sjálfir eldinn, áður en slökkvilið kom á staðinn. �??�?etta var á suðaustur horni hússins, ekki þeim megin sem flugeldarnir eru geymdir og þeir voru búnir að slökkva eldinn með vatni og rífa hluta klæðningarinnar frá, þegar við komum á staðinn. �?að hafði farið flugeldur í húsið með þessum afleiðingum,�?? sagði Ragnar Baldvinsson, slökkviliðsstjóri, sem var ánægður með viðbragð slökkviliðsmanna. �??Menn voru fljótir til og við vorum snöggir á staðinn. En við hvetjum auðvitað alla til að fara varlega nú um áramótin, fara varlega með flugelda, nota gleraugu og hafa allan varann á. Annars óskum við Eyjamönnum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það liðna,�?? sagði Ragnar.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst