Nú síðdegis var Slökkvilið Vestmannaeyja kalla út að Smáragötu 13. Þegar á staðinn var komið kom í ljós að enginn var eldurinn og lítill reykur. Unglingsstúlkur höfðu hins vegar gert það sér að leik að setja plastpoka með klökum í örbylgjuofn þannig að smávægilegur reykur myndaðist í húsinu. Ragnar Baldvinsson, slökkvistjóri sagði að í raun hefði slökkviliðið ekki haft mikið að gera.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst