Það er líklega fátt verra en að lenda í bruna og kannski sérstaklega nú rétt fyrir jólahátíðina. Vökul augu vegfarenda sáu mikinn reyk leggja frá einbýlishúsi í Vestmannaeyjum í kvöld og hringdu umsvifalaust í Neyðarlínuna. Viðbúnaðurinn var talsverður, slökkvilið og lögregla voru kölluð út en stuttu síðar var útkallið afturkallað. Ástæðan? Jú það var einungis verið að reykja kjöt í húsinu og af því stafaði reykurinn.