Slökkvilið Vestmannaeyja sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem íbúar eru hvattir til að sýna sérstaka varúð við flugeldanotkun á þrettándanum, þar sem mikil hætta er á sinubruna vegna veðurskilyrða. Sérstaklega er varað við notkun neyðarsóla.
Áramótin reyndust annasöm hjá slökkviliði Vestmannaeyja og kollegum þeirra víða um land vegna fjölda útkalla tengdum sinubrunum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu má rekja flest útköllin til elds í sinu og sérstaklega notkunar neyðarsóla, sem hafa ítrekað valdið tjóni á gróðri og eignum.
Fyrirhugað er að halda þrettándann hátíðlegan í Vestmannaeyjum nú á föstudaginn og er veðurspá svipuð og var á gamlársdag, þurrt veður og norðanátt. Slíkar aðstæður auka verulega hættu á gróðureldum þegar flugeldum er skotið upp.
Slökkviliðið biðlar því til íbúa að sýna almenna skynsemi við flugeldanotkun. Ítrekað er að skottertum skuli ekki komið fyrir á grasi eða sinu og að ekki sé heimilt að skjóta upp neyðarsólum.
Að lokum hvetur slökkviliðið íbúa til að fara eftir þessum tilmælum og reglum svo allir geti notið hátíðahaldsins áhyggju- og slysalaust.
Tilkynninguna má sjá í heild sinni hér.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst