Tollverðir í Vestmannaeyjum stöðvuðu um miðjan mánuðinn bifreið sem ferja átti upp á land með Herjólfi en í henni fannst umtalsvert magn smyglvarnings sem ekki hafði verið gerð grein fyrir við innflutning til landsins. �?etta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt upplýsingum Eyjafrétta var bifreiðin stöðvuð eftir eltingaleik frá gámasvæðinu við Friðarhöfn.
Um var að ræða tasvert magn af tóbaki og áfengi. Fram kemur í Morgunblaðinu að talið er að varningurinn hafi verið fluttur til landsins með Lagarfossi, einu flutningaskipa Eimskips.
Málið er til meðferðar hjá tollayfirvöldum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.