Ég vil byrja á því að óska öllum Eyjamönnum innilega til hamingju með nýtt og glæsilegt knattspynuhús. Þetta er frábært fyrir unga sem aldna iðkendur og er ég ekki í vafa um að bandalagið muni vaxa gríðarlega á næstu árum. Mér finnst ekki svo langt síðan ég var að hefja minn feril á malarvellinum við Löngulá. Þar var æft að kappi allann veturinn á misgóðum vellinum.