Ég heiti Soffía Sigurðardóttir, bý á Selfossi og hef ákveðið að bjóða mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og stefni á þriðja sæti listans. Ég vil taka með afgerandi hætti þátt í því að byggja upp breytt og bætt samfélag á Íslandi og gæta þess að eftir Hrun verði ekki endurreist það óréttláta og feyskna hrófatildur sem hrundi.