Sögur, hlýja og hlátur með Óla Gränz
10. nóvember, 2025
Óli Gränz
Óli Gränz ásamt Guðna Einarssyni, sem skráði bókina. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Það var mikið hlegið í gær í Eldheimum þegar Óli Gränz kynnti nýútkomna endurminningabók sína á frestaðri dagskrá Safnahelgar.

Fjölmenni lagði leið sína til að hlýða á þennan ástsæla Eyjamann segja frá lífshlaupi sínu af einlægni, gleði og hreinskilni, eins og honum einum er lagið. Bókin „Óli Gränz“ hefur að geyma endurminningar Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa frá Vestmannaeyjum.

Frá uppvexti til goss – og allt þar á milli

Óli fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og hefur alla tíð verið áberandi í bæjarlífinu. Í bókinni segir hann frá æsku og uppvexti, sjómennsku og smíðastörfum, fjölskyldulífi, pólitískri þátttöku og ófáum prakkarastrikum. Þá rifjar hann einnig upp eftirminnilegt augnablik þegar hann og Hjálmar Guðnason urðu vitni að upphafi Heimaeyjargossins 1973.

Óli, sem bjó meðal annars í Jómsborg, á Kirkjuvegi 88 og í Breiðabliki, var til sjós á yngri árum og starfaði síðar sem smiður í Vestmannaeyjum í yfir 40 ár. Líf hans hefur verið viðburðaríkt. Meðal annars eignaðist hann sjö börn á átta árum og sögurnar endurspegla þann einstaka húmor og lífskraft sem einkennt hefur nærveru hans í gegnum árin.

Bókin er 315 blaðsíður, prýdd fjölda ljósmynda, skráð af Guðna Einarssyni og gefin út af Bókaútgáfunni Hólum.

Full af stuttum og hnitmiðuðum köflum

Eitt einkenni bókarinnar er að hún er full af stuttum og hnitmiðuðum köflum eða frásögnum og það er því einstaklega þægilegt að detta ofan í bókina, skoða og lesa kaflana og fletta jafnvel fram og til baka.

Á bókakynningunni í gær fengu gestir að heyra Óla segja nokkrar slíkar sögur úr bókinni ásamt því að hann rifjaði upp atburði sem snerta Eyjarnar og sögu þeirra með beinum hætti.

Ljóst er að bókin er dýrmætt framlag til hins fjölbreytta sagnaheims Vestmannaeyja, sögð á mannamáli, með hjarta og húmor að leiðarljósi.

Hér að neðan má sjá myndband Halldórs B. Halldórssonar frá dagskránni. Einnig má sjá myndasyrpur Óskars Péturs, Halldórs B. og Tryggva Más þar sem glöggt má sjá hversu hlýleg og skemmtileg stemmningin var.

Hér má lesa kafla úr bókinni.

Play Video
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.