Ef veður leyfir, næsta mánudagsmorgun, 23. janúar og spáin tekur breytingum til hins betra fyrir þriðjudaginn, munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyja freista þess að hefja niðurrif á húseigninni Sólvangi að Kirkjuvegi 29. Fyrir nokkrum misserum uppgötvuðust veggjatítlur í húsinu og var húsið í framhaldi af því talið óbúðarhæft og dæmt ónýtt.