Söngleikir og stuttmynd
24. maí, 2007

Áttundi bekkur frumsýndi stuttmynd sem þau höfðu gert í vetur sem fjallaði um lífshlaup þeirra. Níundi bekkur flutti söngleikinn Fuglabrúðkaupið en textana höfðu krakkarnir þýtt úr þýsku yfir á íslensku í þýskuvali í vetur.

Nokkrar stelpur úr 9. bekk fluttu söngatriði sem þær höfðu áður flutt fyrir hönd Félagsmiðstöðvarinnar á Hellu í Samfés keppninni í vetur og þar komust þær í úrslitakeppnina þó ekki hafi þær hreppt verðlaunasæti.

Einnig var leikatriði frá leiklistarvalinu og tónlistaratriði frá tónlistarvalinu. Sem sagt heilmikil dagskrá. Í hléinu bauð síðan 10. bekkur upp á glæsilegt kökuhlaðborð en var það liður í fjáröflun þeirra fyrir útskriftarferðalag. Skólablaðið Ýmir var einnig að koma út og var það til sölu á hátíðinni. Vel var mætt á hátíðina og skemmti fólk sér vel.
Nánar á fréttavef Rangárþings ytra.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst