Sparisjóðurinn fékk heilbrigðisvottorð frá Grant Thornton í ágúst
17. apríl, 2015
Sparisjóðurinn í Vestmannaeyjum, sem tekinn var yfir af Landsbanka Íslands á dögunum, fékk síðast heilbrigðisvottorð frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton í lok ágúst. Málefni sparisjóðsins voru til umræðu á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á miðvikudaginn, þar sem stjórn sjóðsins sat fyrir svörum nefndarmanna, sem vildu meðal annars fá svör við því af hverju bágborin staða sjóðsins hafi ekki legið fyrr fyrir. Frá þessu er greint í Kjarnanum.
Grafalvarleg staða Sparisjóðsins í Vestmannaeyjum kom ekki í ljós fyrr en eftir sérstaka útlánagreiningu Grant Thornton, sem stjórnin ákvað að fela endurskoðunarfyrirtækinu að ráðast í í október. Eftir greininguna kom í ljós að útlánasafn sjóðsins var gróflega ofmetið, og færa þyrfti niður safnið um allt að milljarð króna. Niðurstaða útlánagreiningarinnar og niðurfærsla útlánasafnsins í kjölfarið varð til þess að Fjármálaeftirlitið (FME) ákvað á fundi sunnudagskvöldið 22. mars síðastliðinn að veita sjóðnum fimm sólarhringa frest til að bæta eigið fé sjóðsins, en þá lá til að mynda ársreikningur sjóðsins ekki fyrir. �?á tilkynnti FME stjórn Sparisjóðsins í Vestmannaeyjum að sjóðurinn yrði settur í slitameðferð ef ekki yrði staðið við veittan frest. �?egar fréttir af aðkomu FME láku svo út gerðu innistæðueigendur áhlaup á sparisjóðinn, sem hafði svo mjög skaðleg áhrif á lausafjárstöðu hans.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst