Óhætt er að segja að spennandi dagskrá sé framundan í Herjólfsdal í kvöld. Kvöldvaka á Brekkusviði hefst klukkan 20:30 þegar Dans á Rósum stígur á svið og í kjölfarið koma fram sigurvegarar í söngkeppni barna. Páll Óskar kemur svo fram klukkan 21:00 og Ingó Veðurguð 25 mínútum síðar. Írska stórstjarnan Ronan Keating stígur svo á svið klukkan 21:50.