Eins og komið hefur fram ríkir mikil örvænting í herbúðum HK liðsins fyrir leikinn gegn feikna sterku liði B(etra)-liði ÍBV en liðin mætast í kvöld í 8 liða úrslitum í Eimskipabikardeildinni. Meðal þess sem orðið hefur að ágreiningi er þátttaka hins gríðarlega sterka leikmanns Erlings Richardssonar en auk þess að spila með ÍBV þjálfar Erlingur HK liðið ásamt Kristni Guðmundssyni. Samkvæmt heimildum hefur stjórn HK haldið marga neyðarfundi þar sem höfuð áhersla hefur verið lög á að veita Kristni andlegan stuðning.