Staðan í Vestmannaeyjum ekkert verri en annars staðar
2. mars, 2022

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, hafnar því í samtali við fréttablaðið að Landsnet uppfylli ekki kröfur sem gerðar séu til rafmagnsflutninga til Vestmannaeyja, skerðingar undanfarinna ára séu vegna truflana á kerfinu uppi á landi en ekki vegna bilana í sæstrengjunum til Eyja.

Líkt og fram hefur komið fundaði bæjarstjórn Vestmannaeyja um rafmagnsleysið sem varð í bænum í síðustu viku, þar kom fram í bókun að staðan væri óásættanleg. Það þyrfti sex megavött til viðbótar í varaafl.

„Staðan í Vestmannaeyjum er ekkert frábrugðin því sem gerist á öðrum stöðum,“ segir Guðmundur. Að meðaltali hafi verið skerðingar á hluta af forgangsrafmagni í Vestmannaeyjum í þrjár klukkustundir á ári síðustu fimm árin.

„Það er algjörlega sambærilegt við það sem gerist til dæmis í Neskaupstað. Skýringarnar á þessu straumleysi eru ekki að sæstrengirnir hafi verið að trufla heldur fyrst og fremst kerfið uppi á landi.“ Þess vegna er áherslan á að styrkja kerfið þar.

Tveir sæstrengir flytja rafmagn til Vestmannaeyja. Vestmanneyjastrengur 1 er kominn til ára sinna. Guðmundur segir að hann hafi ekki bilað í áratugi en það sé á langtímaáætlun Landsnets að skipta um strenginn. Vestmanneyjastrengur 3 var tekinn í gagnið árið 2013 og segir Guðmundur að hann hafi einu sinni bilað, það hafi að öllum líkindum verið vegna framleiðslugalla.

Forgangsrafmagn í Vestmannaeyjum er í mesta lagi um ellefu megavött. Bili Vestmanneyjastrengur 3 er unnt að flytja 8 megavött með Vestmanneyjastreng 1 auk þess sem núverandi varastöðvar eru með 5,5 megavött. Guðmundur segir að ef svo ólíklega vildi til að þeir biluðu báðir á sama tíma væru til færanlegar stöðvar með tólf megavöttum hjá Landsneti.

Guðmundur segir að staðan breytist verulega til batnaðar í vor. „Þá tökum við í notkun nýja spennistöð rétt austan við Þjórsá. Þaðan hefur verið lagður jarðstrengur til Hellu og Hvolsvallar. Það bætir afhendingaröryggið á Suðurlandi verulega. Á næsta ári hefjast framkvæmdir við jarðstreng frá Lækjartúni til tengistöðvar Vestmannaeyjastrengjanna í Rimakoti, þar með verður komin á tvöföld tenging til Vestmannaeyja. Þetta mun tryggja Vestmanna­eyingum meiri afhendingaröryggi sem og Sunnlendingum öllum.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.