Sunnlenska bókakaffið á Austurvegi 22 á Selfossi heldur upp á ársafmæli sitt á laugardaginn, þann 6. október klukkan 14. Fjölmargir munu heiðra afmælisbarnið af þessu tilefni og má þar fremstan telja Matthías Johannessen skáld sem lesa mun úr nýrri bók sinni. Elín Gunnlaugsdóttir verslunarstjóri bókakaffisins mun ásamt Kolbrúnu Huldu Tryggvadóttur flytja dúetta. Kaffiveitingar verða ókeypis þennan eina dag og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst