Á Selfoss munu streyma strákar á aldrinum 10-11 ára. Alls eru 55 lið skráð til leiks og búast má við milli 550-600 keppendum og öðru eins af foreldrum og liðstjórum. Leikið verður í báðum íþróttahúsunum á Selfossi þ.e. Vallaskóla og Iðu. Byrjað verður á föstudeginum kl. 16:00 og ekki linnt látum fyrr en að loknum 125 leikjum á seinni part sunnudags. Um 100 starfsmenn koma að mótinu sem krefst mikllar skipulagningar. Sú vinna verður léttari næsta ár þegar litla íþróttahúsið við Sunnulækjarskóla verður risið.
�?etta er í fjórða skiptið sem þetta mót er haldið og hefur það aldrei verið svona umfangsmikið. �?að að geta haldið svona mót ber unglingastarfi handknattleiksdeildar Umf. Selfoss gott vitni og væri ekki mögulegt nema fyrir óeigingjart sjálfboðaliðastarf foreldra.
Selfoss sendir 4 lið til leiks. Í keppni A-liða er Selfoss í fyrsta sæti og getur með góðri frammistöðu tryggt sér deildarmeistaratitil. C-liðið er einnig í toppbaráttu en þeir eru efstir í keppni til Íslandsmeistara.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst