Seil ehf. sem er stærsti hluthafi í Vinnslustöðinni ehf. hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu. Umræður og deilur hafa skapast um stjórnarkjör á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hf. 6. júlí sl. Í ljósi þess hefur Seil ehf., eigandi 40,5% hlutafjár og þar með stærsti hluthafinn í Vinnslustöðinni, óskað eftir því við stjórn félagsins að boðað verði til hluthafafundar þar sem stjórnarkjörið verði endurtekið, svo tekinn verði af allur vafi um hver sé rétt kjörin stjórn félagsins.
�?sk Seilar um hluthafafund var birt stjórn Vinnslustöðvarinnar með bréfi dagsettu 15. júlí sl. Að mati Seilar er þetta einföld og eðlileg leið til að velja félaginu stjórn í samræmi við vilja hluthafa.
Hluthafar í Vinnslustöðinni eru liðlega 240 talsins. Á aðalfundinum 6. júlí sl. var mætt fyrir eigendur 99,35% hluta í félaginu. Í margfeldiskosningu til fimm manna stjórnar þarf hver stjórnarmaður að fá 16,67% atkvæða til að ná kjöri.
Í hlutafélagi fer hver með atkvæði í hlutfalli við eignarhlut sinn. Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims hf., og aðilar honum tengdir fara með 32,88% eignarhlut í Vinnslustöðinni samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra frá marsmánuði 2016.
Guðmundur hefur haldið því fram opinberlega, sbr. m.a. fréttir R�?V 8. júlí sl., að stjórnarkjör á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hafi verið ólögmætt. �?ví hefði mátt ætla að hann tæki ósk um hluthafafund með nýju stjórnarkjöri fagnandi til að fá hreinar línur og að vilji hluthafa fengi að ráða. �?ví er samt ekki að heilsa. Seil ehf. hefur borist erindi frá lögmanni Brims þar sem hótað er lögbanni, málssókn og bótakröfum vegna óskar um hluthafafund. Slík viðbrögð eru því miður kunnugleg úr samskiptum þessa tilteknu hluthafa við meðeigendur sína frá fyrri tíð.