43 ára gamall karlmaður var í morgun dæmdur til greiðslu tuttugu þúsund króna sektar vegna skemmdarverks sem hann framdi. Þann 28. ágúst síðstliðinn reif maðurinn ventil úr felgu bíls og hleypti loftinu úr honum.
Hann lét ekki staðar numið við það heldur tók í heimildarleysi aðra bifreið og ók henni bak við myndbandaleigu í bænum. Tók hann bíllykla hennar og henti síðar sama kvöld í Ölfusá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst