Skífuþeytarinn, diskókóngurinn og glyspopparinn Páll Óskar Hjálmtýsson mun skemmta í Vestmannaeyjum á föstudag. Ekki dugar minna en tvö böll sama kvöldið til að stuðið skili sér almennilega en klukkan 21 hefst dansleikur fyrir elstu bekki grunnskólans en Féló heldur ballið. Á miðnætti er svo komið að nemendum Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum að reima á sig diskóskóna en nemendafélagið hefur ákveðið að hafa þema á ballinu, 80’s þema.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst