Starfakynning í FÍV - Allir velkomnir
23. apríl, 2015
Á föstudaginn Vestmannaeyingar sem starfa við ýmis fyrirtæki og stofnanir í Eyjum kynna sín störf fyrir nemendum í 9. og 10. bekk Grunnskólans í Vestmannaeyjum, nemendum í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og fyrir almenningi. �?essi kynning er samstarfsverkefni GRV, FÍV og Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja. Markmiðið með henni er að kynna störf hér í Eyjum þar sem krafist er menntunar, og styrkja með því nemendur og fólk í atvinnuleit í að velja sér nám og störf við hæfi. Kynningin verður í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. �?ar verður lifandi starfatorg í salnum, í anddyri og fyrir framan bókasafnið. Kynningin verður opin fyrir nemendur frá kl. 8:30-15:00 og svo fyrir gesti og gangandi frá kl. 15-16. Lögð verður áhersla á lifandi kynningar, þar sem veitt verður innsýn í það sem felst í starfi og tækifæri gefst til að ræða við starfsmennina.
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst