Starfsfólk Vestmannaeyjabæjar kvatt
27. nóvember, 2023

Skapast hefur hefð fyrir því að kveðja starfsfólk sem látið hefur af störfum vegna aldurs með sérstakri viðhöfn í árslok. Í síðustu viku bauð Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, starfsfólki sem látið hefur af störfum á árinu til samverustundar í Ráðhúsinu. Þar færði Íris þeim lítinn þakklætisvott fyrir framlag þeirra til Vestmannaeyjabæjar á starfsævinni og minntist hvers og eins með nokkrum orðum.

Alls sjö einstaklingar létu af störfum vegna aldurs á þessu ári. Þeir eru Gunnar Rafn Einarsson, Tryggvi Sigurðsson, Sigþór Ingvarsson, Guðrún Sveinsdóttir, Hrefna Guðjónsdóttir, Karen Tryggvadóttir og Haraldur Þorsteinn Gunnarsson.

Vestmannaeyjabær þakkar í frétt á vef bæjarins öllum ofangreindum samstarfið á síðastliðnum árum og áratugum og óskar þeim gæfuríkrar framtíðar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.