Starfsfólk óttast að gripið verði til uppsagna þegar siglingar hefjast í Landeyjahöfn
3. apríl, 2010
Siglingastofnun hefur samþykkt fækkun í áhöfn Herjólfs úr 14 til 15 í níu eftir að skipið byrjar að sigla í Landeyjahöfn um mitt sumar eins og áætlað er. Mun þetta einkum bitna á þjónustufólki og hásetum. Hvað gengið verður langt í að fækka í áhöfninni liggur ekki fyrir en ljóst er að allt að 20 manns gætu horft upp á að missa vinnuna þegar kemur fram á árið.