�?rátt fyrir að Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja sé á gjörgæslu rekstrarlega séð, kann starfsfólk stofnunarinnar að létta sér lundina. Í dag er ágætis veður í Vestmannaeyjum, sól, hæg gola og hitinn í tveggja stafa tölu. �?ess vegna var ákveðið að bjóða starfsfólkinu út að borða í orðsins fyllstu merkingu. Farið var með borða og stóla út fyrir veggi stofnunarinnar, starfsfólk eldhússins grillaði og svo var borðað undir berum himni, eins og myndirnar sýna.