Starfshópar, nefndir og endurskoðun á kvótakerfinu
6. júlí, 2007

Að setja á laggirnar starfshóp með það markmið að efla tengsl og upplýsingastreymi á milli allra sem starfa við rannsóknir á þorski og til að auka skilning á þáttum sem hafa áhrif á nýliðun stofnsins. Hlutverk starfshópsins verður einnig að benda á hvaða rannsóknir skortir á stofninum og að móta framtíðarrannsóknir til að efla þekkingu og auka skilning á þáttum sem hafa áhrif á nýliðun og viðkomu þorsks. Nefndin mun starfa undir forystu Guðrúnar Marteinsdóttur prófessors í fiskifræði við Háskóla Íslands en einnig munu sitja í hópnum fultrúar Hafrannsóknastofnunarinnar og Háskólans á Akureyri.

Samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins verði efld til þess að auka fjölbreytni hafrannsókna og stuðla að auknu fjármagni til þeirra.

Endurskoðaðar verði reglur um framsal aflamarks og aflahlutdeildar, veiðiskyldu, byggðakvóta og um forkaupsrétt á aflaheimildum.

Nefnd fulltrúa allra þingflokka verði falið að kanna hver reynslan af aflamarkskerfinu hefur verið, eins og kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Skoðað verði hvernig unnt sé að láta skerðingu aflaheimilda vegna byggðakvóta, línuívilnunar og sérstakra bóta miðast við heildarþorskígildisfjölda einstakra skipa, þannig að skerðingin dreifist á fiskiskipaflotann miðað við heildarúthlutun aflaheimilda en bitni ekki að mestu á þeim útgerðum sem hafa hlutfallslega hæstar heimildir í þorski.

No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst