STAVEY skrifar undir kjarasamning
29. mars, 2014
Samflot bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB skrifaði í gærkvöld undir kjarasamningin við Samninganefnd ríkisins. �?au aðildarfélög sem aðild eiga að samkomulaginu eru Starfsmannafélag Fjallabyggðar,Starfsmannafélag Vestmannaeyja, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Félag opinberra starfsmanna á Húsavík, Starfsmannafélag Dala og Snæfellssýslu auk Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi.
Samningurinn nær til félagsmanna umræddra aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríkinu. Kjarasamningurinn er sambærilegur þeim sem SFR undirritaði við Samninganefnd ríkisins á fimmtudagskvöldið. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum eftir helgina og í kjölfarið borinn undir atkvæði.
Helstu atriði samningsins eru:
�?� að laun hækki um 2,8% eða að lágmarki 8000. kr. fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Á launum sem eru lægri en 230.000 kr. á mánuði komi sérstök hækkun til viðbótar að upphæð 1.750 kr.
�?� við samþykkt samningsins greiðist 14.600 kr. eingreiðsla miðað við fullt starf í febrúar 2014 en hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall í sama mánuði þar sem það á við.
�?� eingreiðsla 20.000 kr. miðað við þá sem eru í fullu starfi í febrúar 2015 greiðist þann 1. apríl 2015 en hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall í sama mánuði.
�?� persónuuppbót verður á samningstímanum 73.600 kr.
�?� orlofsuppbót verður á samningstímanum 39.500 kr.
�?� samningurinn mun gilda frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst