Nemendur Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum eru nú heldur fleiri en undanfarin ár, 290 byrjuðu í haust og rúmlega 250 eftir áramótin. �?eir stunda nám á tíu mismunandi námsbrautum sem eru í gangi núna. Skólinn er að bæta við brautum eins og hagfræðibraut til stúdentsprófs og íþrótta- eða afreksnámi sem verður hluti af bóknámsbrautum skólans, fyrir þá sem það vilja. Nú er einnig markvisst unnið að því að fjölga nemendum við skólann og boðið verður upp á heimavist í haust ef nægur fjöldi aðkomunema sýnir því áhuga.
Skólinn vel búinn tækjum
�?lafur sagði gríðarlega mikilvægt að skólinn gæti haldið úti því námsframboði sem nú er, en til þess að það sé mögulegt þarf nemendafjöldinn að haldast svipaður og nú. �?Næstu tvö til þrjú ár verður það í lagi en eftir það sjáum við fram á minni árganga. �?ess vegna stefnum við nú á útrás og ætlum að kynna skólann uppi á landi, en slíkt tekur tíma. Við ætlum að bjóða heimavist fyrir nemendur sem hingað vilja koma og ef nægur fjöldi næst getum við byrjað næsta haust. Við ætlum einnig að efla fjarkennslu og þá sérstaklega fyrir nemendur á fyrsta ári. Við ætlum að halda áfram að efla okkar góðu persónulegu þjónustu við nemendur og höfum lagt mikla áherslu á að hafa skólann vel búinn tækjum og húsnæðið er orðið mjög gott. Við höfum einnig lagt áherslu á vel menntaða kennara og ef allt fer sem horfir verða allir kennarar við skólann komnir með full réttindi í árslok, en það hygg ég að sé einsdæmi meðal verknámsskóla á landsbyggðinni.�?
Nánar í Fréttum á morgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst